ice67 minning um afa (radio edit) şarkı sözleri
Er lítil ég var
Þá send var af stað
Í sveitina til hans afa
Smeyk ég er
Samt til hans fer
Hrædd um hvernig þetta, allt er
En kominn á hlaðið
þar stendur hann afi
Með húfu á höfði
Í skýtugum skóm
Hann brosir til mín
Mér hlýnar um hjarta
Í sveitinni hjá ömmu og afa
Ég læt mig,þar dreyma
Ég fer þá að hugsa
Um alla þá skussa
Sem liggja og þegja
Og nenna ekki að heygja
Því dálítið skrítið
Að menn skuli halda
Að ég svona lítil
Gæti orðið þeim innan handa
Það er ekki til neins
Að vera alveg eins
því hinir krakkarnir eru svo stórir
Ég næ þeim rétt upp að nafla
Mig langar að fara
Mig langar heim
En afi hann hughreystir mig
Og heimurinn er samur á ný
Í fangið hans kúri
það kveikir á birtu
Svo hlýleg og góð
Þar á ég víst skjól
Að njóta hans samveru er svo góð
En kominn á hlaðið
þar stendur hann afi
Með húfu á höfði
Í skýtugum skóm
Hann brosir til mín
Mér hlýnar um hjarta
Í sveitinni hjá ömmu og afa
Ég læt mig þá dreyma
Því þar vil ég vera
Því þar vil ég vera