ice67 tyrkjaránið (radio edit) şarkı sözleri
Öldin var dimm, og dökk var sú tíð
Strandhögg svart sem grafar hlið
Frá suðri bárust þeir sjóræningjar
Sóttu í Grindavík blóðugar slóðir skildu þar
Hó hó, hver leynist þar, ( hó hó, hver leynist þar)
Myrkrið nær og eldur var svar
Hó hó, hver leynist þar
Við dauðans dyr þeir bjóða þér far!
Á Austfjörðum kviknaði taumlaus ótti
Bændur og aðrir til fjalla þeir flúðu með litlum þrótti
Berunes brann af ótta og eldi
Þrælabönd festust um arma og belti.(hó hó hver leynist þar)
Í Vestmannaeyjum skelfing sem brann, (hó hó)
Blóðsilfur dreifði torfbæjarharm.(hó hó hver leynist þar)
Presturinn var veiginn og sálirnar hrópuðu ó ó ó
Á lygnum sjó brotnuðu draumar og von
Í Barbararíki bugaðist blómstrandi sál
Börn og fullorðnir bundnir í brennandi járn
( hó hó, hver leynist)
Sumir snerust til múslima trúar
Aðrir biðu, með Kristni í hjörtum sem var kúgað
Hó hó, hver leynist þar, ( hó hó, hver leynist þar)
Myrkrið nær og eldur var svar
Hó hó, hver leynist þar
Við dauðans dyr þeir bjóða þér far!
Tyrkja ránið í hávegum haft
En ekki komu allir til baka þeir höfðu ey kraft
þrælabönd festust um arma og belti
( hó hó, hver leynist þar)
þrælabönd festust um arma og belti.